Annað sporið fjallar um að fræ trúar hafi spírað innra með okkur: Við fórum að trúa að máttur, okkur æðri, gæti gert okkur heil að nýju og vísað okkur leiðina til betra lífs á upplýstri braut.
Þriðja sporið hefur í för með sér þá ákvörðun að leyfa Guði að taka stjórnina í lífi okkar: Við tókum þá ákvörðun að láta vilja okkar og líf lúta handleiðslu Guðs, samkvæmt skilningi okkar á honum en hann er hvorki karlkyns né kvenkyns en þið skynjið hann í hjörtum ykkar
Fjórða sporið þýðir sjálfskoðun: Við gerðum óttalaust nákvæman siðferðislegan lista yfir skapgerðareinkenni okkar og gleymið engu í þessari sjálfsskoðun til að ná árangri því þetta er uppgjör við sálina.
Fimmta sporið er um agann sem felst í játningunni: Við viðurkenndum afdráttarlaust fyrir Guði, sjálfum okkur og öðrum einstaklingi yfirsjónir okkar og biðjum um styrk til að bæta gjörðir okkar.
Sjötta sporið er um innri breytingu sem stundum er kölluð iðrun: Við vorum þess albúin að láta Guð fjarlægja alla okkar skapgerðarbresti eftir að hafa skoðað vel hverjir þeir eru,hvar eru hættumerkin og hvað get ég gert til yfirbótar.
Sjöunda sporið hefur í för með sér breytingu eða hreinsun á skaphöfn okkar: Við báðm Guð í arðmýkt að fjarlægja brestina og um leið laða fram það besta í okkur sjálfum.
Áttunda sporið þýðir að við rannsökum sambönd okkar og undirbýr okkur fyrir yfirbót: Við gerðum lista yfir alla þá sem við höfðum skaðað og urðum fús til að bæta fyrir brot okkar en íhugið vandlega í hverju þetta felst.Er orsökin innri reiði eða eitthvað sem einhver gerði ykkur sem ykkur féll ekki að skapi eða var þetta raunveruleg ógn?.
Níunda sporið er um agann sem felst í að gera yfirbót: Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust, þar sem því var við komið, svo fremi sem það særði engan en hafi svo verið förum við dýpra í sálina og sækjum styrkin sem þarf til að taka skrefið til yfirbótar.
Tíunda sporið fjallar um að viðhalda framförum og bata: Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar okkur skjátlaðist, viðurkenndum við það undanbragðalaust en sjáum um leið að við erum á réttri leið í áttina að ljósinu og friðinum sem því fylgir.
Ellefta sporið fjallar um andlegan aga í bæn og hugleiðslu: Við leituðumst við, með bæn og hugleiðslu, að styrkja vitundarsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum aðeins um þekkingu á því sem hann ætlar okkur og styrk til að framkvæma það eftir okkar bestu getu en hugleiðsluna getum við gert nánast hvar sem er. Áhrifaríkast er að sækja sjávarorkuna við þessa iðkun í hægum göngutúr og anda að okkur ferskum sjávarilmi sem er um leið orka fyrir sálina.
Tólfta sporið fjallar um þjónustu: Við fundum að sá árangur sem náðist, með hjálp reynslusporanna, var andleg vakning og þess vegna reyndum við að flytja öðrum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi. Þetta segir allt sem segja þarf.
Elskurnar mínar skoðið þessi spor og tileinkið ykkur í því hörmungarástandi sem við þurfum að lifa við í dag og þau munu hjálpa.Finnið gömlu barnabækurnar og lesið fyrir börnin ykkar og haldið fjölskyldunni þannig þétt saman og veitið hvort öðru innri styrk.
Haldið börnunum frá sjónvarpsfréttum dag hvern því þar er ekkert fyrir þau að sækja.
Sýnið mökum ykkar umburðarlyndi ef skapið brestur undan álaginu og takið utanum hvort annað og segið" Við erum yndislegar manneskjur og við ætlum að koma upprétt út úr myrkrinu inn í ljósið"
Gangi ykkur vel
Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.
Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu
____________________________________________________
Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .