föstudagur, 30. október 2015

Bland í poka fyrir 2015.

Góðan dag gott fólk.

Margir gera allt of mikið veður út af Ebolu þar sem smitleiðir eru svo fáar. Hósti og að drekka vatn úr sama glasi og smitaður er ekki talin smitleið, en snerting á vessum, svita og öðru eftir að ytri einkenni sjást er hættulegt og þetta vita vísindamenn.

Ísland:

Flensan er að læðast hér um, en sprautur sýnist mér vera gagnlitlar þar sem litilsháttar breyting hefur orðið á stofi hennar sem dregur úr beinni virkni efnisins.

Ég er hinsvegar að huga að sýn sem ég sá aftur, en síðast 2010 og setti inn á síðuna þar sem nýtt afbrigði af þessum óþverra smitist milli búpenings og moskito og þaðan í mannfólk stökkbreytt og lífshættuleg.

Hvenær þessi óskapnaður birtist, hef ég ekki tímasetningar á en, hún getur ekki smitast og breyst með stungum í líkama Ebólusjúklinga, líftimi veirunar utan líkama er mjög takmarkaður.

Það er nokkuð til í því hér á landi að ríkisstofnanir hafi sjálfvar öðlast sjálfstætt líf og berjist gegn Alþingi og fjárlaganefnd svo furðu sætir, en viðkomandi ráðherrar hafa ekkert skipt sér af þessum gjörningi og þess vegna verður nánast útilokað að ná fram nokkrum sparnaði nema að setja gamla fólkið í endurvinnslu og spara sér þar milljarða.

Þingmenn geta ekki leyft sér að koma fram við landsmenn eins og húsdýr, og grundvelli velferðar þeirra kippt undan þeim með 10 daga fyrirvara með breytingum á atvinnuleysisbótum.

Ég hef ástæðu til að ætla, að nokkur stór hluti sem hefur verið í þessu bótakerfi allt upp í 3 ár sé ekki heill lengur og eigi hugsanlega að fá mat til örorku. Lámarkslaun og fullar atvinnuleysisbætur að þá er mismunurinn um 10.000 Kr og því eðlilegt að fólk freystist til að sitja heima og fá sjálfkrafa innborgun í banka.

Ég sé fyrir mér að atvinnutækifærum muni stórfjölga á Vesturlandi Vestfjörðum og Norðurlandi Eystra um mitt næsta ár, og vonandi gengur það eftir en gæti skapað vandamál með húsnæði sem ekki er svo auðvelt að leysa.

Erlent:

Ég ræddi um fyrir rúmu ári síðan að peningaskömmtun til Grikklands myndi draga öskupoka á eftir sér sem er að koma í ljós núna, þar sem þeim hefur ekki gengið að koma sér saman á þinginu að kjósa nýjan forseta þjóðarinnar og AGS hefur lokað sínum skúffum líkt og ESB, en fjármálahlið ESB hallast ískyggilega mikið en núverandi valdhöfum vinstri manna í Grikklandi er skítt sama, þeir halda bara sinni stefnu í andstöðu við ESB eins og óþægir unglingar en dýrir.

Stöðnun er í nokkrum löndum innan ESB eins og Bretlandi og Danmörku og ástandið er lítið betra á Asiumörkuðum.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.