miðvikudagur, 14. október 2015

Ný ósjálfráð skrif frá miðli 4 október 2011

Þú stígur upp á þitt hærra svið og ferð eins og þú sért að labba upp tröppur sem ekki sjást. Þú skynjar hærri tíðni og gætir fundið hana líkamlega þegar hún skellur á þér eins og mjúk bylgja. Haltu áfram á sömu braut.

Friður á jörðu mun ekki nást fyrr en hugarfarsbreyting hefur átt sér stað yfir heiminn þar sem of mikil spilling er í hugum mannsins því þeir hafa ekki trú á að jarðarbúar hafi allt til alls og finnst alltaf vera skortur á einhverju meira og betra og því fara þeir í keppni um að ná til sín meira og meira og vilja hafa aukið vald með. Ótti stjórnar þessu og óttinn er það fyrsta sem við þurfum að losna við. Það er ekkert að óttast það hafa allir nóg og ættu allir að hafa nóg. Ef þeir bara trúa og vilja sjá og skynja þá myndu þeir sjá að hlutirnir eru sem þeir eru út af óttanum um að eiga ekki nóg.

Það gæti komið annað stríð bráðum út af sömu ástæðum. Nú er svo mikill ótti og reiði í fólki og þessar neikvæðu bylgjur og tilfinningar hafa áhrif á svo marga sem finnst þeir þurfa útrás fyrir þær og reyna að losa um þær á rangan hátt.

Móðir jörð er búin að fá nóg, það er svo mikil reiði sem fer í hana líka og hún þarf að losa við spennu og hreinsa til sjálf og það gerir hún i formi jarðskjálfta og annarra náttúruhamfara. Hjálpið jörðinni ykkar með því að hjálpa sjálfum ykkur því þið eruð eitt.

Við megum ekki grípa fram fyrir hendurnar á ykkur sem lifið hér, þið verðið að vilja fara þessa leið og vera opin fyrir því að vera móttækileg fyrir því sem kemur til ykkar. Öll fáið þið tákn og leiðbeiningu en svo margir heyra ekki og sjá ekki hvað er verið að sýna þeim og halda áfram á þeim vegi sem þeir hafa valið sér og vita ekki betur að það er hægt að breyta um farveg og hægt að beygja og snúa við á hvaða tímapunkti sem er.

Fyrirgefningin er svo kröftug þið þurfið að vera duglegri að fyrirgefa sjálfum ykkur og fyrirgefa öðrum inni í hjartanu ykkar svo þið hafið ekki reiði inni í brjóstinu sem truflar orkuflæðið ykkar og hindrar að þið náið árangri í lífinu. Stundum er nóg að stroka út fyrir suma, að eins og þeir stroki út tilfinningarnar og það sem þeim veldur en aðrir þurfa að kryfja betur og fara yfir skref fyrir skref og nota svo mátt hugans og fá hjálp við að ná fyrirgefningu í hjartanu til að verða hreinir þá verður allt gott.

Látið kærleikann stjórna lífinu og stjórna huganum og þið munuð sjá að þá fara hjólin að snúast og ykkur líður betur.

Lifið í ljósinu en ekki í skugganum og séuð þið í skugganum færið ykkur í átt til ljóssins svo það geti harmonerað betur við sálina ykkar og hjálpað ykkur á réttar slóðir. Við getum bara beðið á meðan þið áttið ykkur en þó við bíðum, þá bíður tíminn ekki með okkur og hann líður áfram.

Sendið ákall til þeirra sem þið viljið fá með ykkur, sendið það huglægt og biðjið fólk að opna sig og vera móttækilegt. Til að það geti hlustað og hjálpað.

Þú þarft að vera duglegri að æfa þig og fara eftir leiðbeiningum það er ekki nóg að opna fyrir tenginguna eins og þú gerir nú því þú getur gert svo mikið meira en þetta en til að geta það verður þú að fara eftir því sem þér er leiðbeint með og vera dugleg, þú veist hvað ég er að tala um.)

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.