föstudagur, 29. nóvember 2019

Þú ert að vinna ákaflega mikilvægt starf ?

Jæja strákur þá er ég loksins kominn alveg til fundar við þig enda réttur tími núna, þið ræðið mikið um störf Ljósberanna og er því til að svara að þau störf eru göfug og mjög nauðsynleg fyrir mannkyn

Þú ert að vinna ákaflega mikilvægt starf í þágu mannkyns en ég bið þig að fara varlega og leyfa hlutunum að koma til þín fullþroskuðum en það var lykilástæðan fyrir því að ég vildi ekki að þú færir að vasast í þessum málum á sínum tíma en erfitt var fyrir mig að bera þessa leynd með mér einum.


Ég vil líka bæta við að Musterisriddararnir hér í jarðvistinni var ekki rétta umhverfið fyrir þig heldur það grasrótarvinna sem þú vinnur í dag og veitir mér stolt og aldrei getur maður verið viss um að hlutirnir falli alveg á rétta staði á æviskeiði en hjá þér tókst það og veitir mér sárabót fyrir leyndina.

Patrik Pio og Fransis eru mér hugleiknir hvers vegna er það? Já það má segja að það hafi verið samgangur á milli ykkar í hugmyndavinnu fyrir mannkyn en umgjörð ykkar á þeim tíma var hættuleg vegna ytri aðstæðna og þið fóruð afar varlega en ykkar var vel gætt af Musterisriddurum kjósendum. Samtímans.

Þetta er allt annað í dag á þessari tækniöld ykkar en þú varst tengdur við Musterisriddarana en tókst ekki þátt í pólitík sem vill loða við reglur opnar eða leynilegar heldur var það orðið og notkun þess sem þér var ofar öðru og því urðu kenningarsmíðar þér hugleiknar.

Ferðin til Indlands og tilgangur hennar? Já hún þurfti að fara fram við réttar aðstæður til að skúbba þér upp á rétta tíðni til þess að þú næðir sambandi við þá þekkingu sem þú hafðir fyrir og gætir nýtt til fullnustu en það var metið svo að þú þyldir vel andlega og líkamlega að hoppa yfir tug ára í einu.

Þetta var mér og öðrum hjartans mál að vinna við þína opnun til fulls myndi takast á réttan hátt og flóðgáttir kærleikans næðu að flæða öðrum til góða enda ekki vanþörf á og ég er afar stoltur af þér þótt ég sjálfur hafi ekki getað nema að litlu leiti nýtt mér mína hæfileika vegna tíðarandans þá.

Það má segja að þeir 9 læknar sem með þér starfa gætu gert miklu meira eftir að kvenn orkan verður tengd við þig en sálin þín hefur samþykkt þá verður mikil umbreyting i þínu lífi og þú munt fara til annarra landa í okkar nafni.

Áður en af því getur orðið viljum við endurtaka fyrri viðvörun um Ebola þar sem 300 læknar og annað hjálparlið hefur fallið fyrir sjukdómnum og hann er enn í mikilli sókn og það verður að setja krakkar kalk i árásirnar til að halda nagdýrum frá hinum látnu.

Þá vörum við enn við skæðu Asiu flennsunni sem ekki hefur verið tekin of hátíðlega og fátækt og hungrað fólk stolist i helgin og smitast þannig.

Margar milljónir manna kvenna og barna verður hungurmorða i Kongó og fleiri Afríku löndum vegna uppskerubrests enda viðvarandi þurrkar og hiti.

Það má segja að þessar hamfarir séu álíka og seinni heimstyrjaldir og ekki verður hægt að halda þessum fjölda a matargjöfum nema nokkra daga svo mikið verður umfangi.

Gangið hægt um gleðinnar dyr.

Þór Gunnlaugsson

____________________________________________________

GESTABÓK - Guestbook.

fimmtudagur, 21. nóvember 2019

Þarna kom móðir með 16 ára dreng ?

Þegar ég vaknaði síðastliðin mánudagsmorgun vissi ég af einhverjum góðum og mjög sérstökum tengingum, og þarna kom móðir með 16 ára dreng til mín, sem hún var búin að þvælast með á milli Sálfræðinga nánast alla hanns skólagöngu, en nú var hann komin á endastöð, vildi ekki fara í skólan, hafði gríðarlega vanlíðan og svefnleysi.

Lagðist hann á bekkin minn, og tóku mínir menn strax til starfa, drengurinn dottaði í sælu á meðan, hann spurði hvað hef ég þessa sælu lengi ? Við fórum saman og löguðum veginn hanns frá 12 ára aldri, hittum þá aðila sem höfðu gert honum lífið leitt alla skólagönguna, kennara og skólastjóra í þokkabót.

Við fórum saman hönd í hönd inn í hjartastöðina hanns sem var full af fólki, komumst fram fyrir án þess að nokkur tæki eftir, og með smá breytingu til viðbótar á ennisstöð hanns, upplifði hann suma illvirkjana, sem þó voru ekki stórar aðgerðir, en nægar fyrir skjólstæðing minn, hann vísaði hverjum og einum á dyr sem ég fylgdi eftir, og að öllu þessu loknu sem tók einar 50 mínútur fórum við til baka, og setti ég bláa ljósið í hvern krók og kima og læsti hurðinni á eftir mér, og þegar komið var á engjarnar hvarf húsið og minn maður spurði, hvernig getur þú hjálpað mér svo mikið alla leið í alsælu og hvíld á 70 mínútum, en við því hafði ég engin svör, en benti á aðstoðarmenn mína.

Já ég sá þá að störfum aðallega í að vinna í bakinu á mömmu, sem var rétt hjá honum

Við ætlum að hittast einu sinni enn að viku liðinni, og sjá hvort allt sé ekki eins og það á að vera.

Gangi þetta upp plús eitt próf þann sama dag, þá hafa þessar elskur hlustað á umræður í þjóðfélaginu og það sem búið er að gera með allskonar hámentuðu fólki því til sóma, en hjá okkar 70 mínutum varanleg bæting á heilsunni

Gangið hægt um gleðinnar dyr.

Þór Gunnlaugsson

____________________________________________________

GESTABÓK - Guestbook.

föstudagur, 15. nóvember 2019

ERUM VIÐ AÐ ÚTRYMA SJÁLFUM OKKUR FYRIR HEIMSKU ?

Beðið var um fund í dag eftir að ég hugleiddi inn á freskur og grafihýsi Feneyja sem sjór flæddi inn í og það eru miklar skemmdir sem hafa orðið.

Við hófum á nokkrum fundum varað mannfólkið við miklum hamförum sem mannfólki um allan heim stafar lifshætta af.

Þegar við horfum fram í tímann og það sem við sjáum er undarlegt að næst valdamesti þjóðarleiðtogi heims skuli skella skollaeyrum við viðvörunum færustu sérfræðinga sinna um þjóðarvá að loftlagsbreytingar séu landi þeirra hættulegar en hann veit betur og horfir bara á golfvelli og allt annað er bara bull.

Þá tók hann sé þann ótrúlega hlut, að taka allt land af heilli þjóð og færa í hendur Gyðingum en einhver hefði sagt að sú þjóð hafi liið lært af Helförinni miklu og skoða hendur sinar hvað þeir séu að gera öðrum.

Við svona hlutum getum við ekkert enda ekki okkar að taka fram fyrir hendur ykkar sem börn væruð en komið viðvörunum okkar á framfærri við okkar mann.

Fyrr á öldum löngu áður en maðurinn fór af 4 fótum og upp á 2 runnu mörg hundruð ár í þróun mannkyns, og fólkið lærði að nýta sér og sínum þá ávexti sem jörðin gaf af sér og frumbyggjar báru mikla virðingu fyrir öllu sem þeir tóku sér fyrir hendur og sáu alltaf fram í timann og hlustuðu vel á seiðmenn sina um veðurfar hvort að komandi vetur yrði harður eða ekki og hvort að sumrin yrðu of heit.

Draga þurfti björg í bú.

Menningarverðmæti hafa oftast verið skemmd eða eyðilögð í stríðsátökum en nú eru það háloftavindar sem draga jökuloft af Skautunum báðum og við það breytist hitastig lofts og sjávar hratt með alvarlegum afleiðingum ósonlagið hefur aldrei á þessari eða fyrri öld verið jafn óstöðugt og nú.

Sjávarstaða heimsins mun hækka vegna bráðnunar jökla bæði hér við land á Grænlndi og Suðurskautinu þar sem hafísbreyður á stærð við stórborgir hafa brotnað frá vegna umbrota á hafsbotni, þótt dýptin sé talin í kilómetrum og botnsprungan á Laurentinusar svæðinu dýpsta svæði jarðarinnar hefur verið að breytast þótt það sé ekki látið uppi sem steendur, en auðvitað eru menn smeykir en dýpið er slíkt að með ykkar tækni í dag verður ekki komist þangað niður á næstunni.

Við nefndum Feneyjar sem hafa verið að síga en undirstöður á sumum svæðum borgarinnar hafa sigið um 4 mm við hið mikla brim sem gekk á land og annað eins mun gerast aftur á næstunni.

Fleiri lönd þola illa eða ekki hækkandi sjávarstöðu og flóðahættu sem fylgir og á við Evrópu og sum hver á Suðurhveli jarðar.

Það er bara eitt sem getur komið í veg fyrir að þið tortimið ykkur sjálf en það er að slökkva trax á öllum kolabrennurum jarðar hætta að brenna lik á bökkum Gangesfljóts en þar nær fólk varla andanum vegna eiturlofts.

Skógreldar sem eru og hafa geysað að undanförnu hafa eytt dýralifi ferfættlingum jafnt sem byflugum og er stofninn nánast í útrýmingarhættu og frjógvun plantna sem þær sáu um misferst og minni ávextir verða til og þá eru önnur dýr í hættu vegna fæðuskorts.

Svona keðjuverkun á lægri stigum erfðafræðinnar verður ykkur að mun stærri áminningu á næstu árum þar sem jarðarbúar eru að sigla inn í hættulegt samspil nátturu og mannfólks og væri þörf lesning að flletta upp í bibliunni um hamfarir sem þar eru ritaðar.

Þarna spilar lika inn í styrjaldir þjóða vegna mannfyrirlitningar og náungakærleikurinn er enginn og vitnað í spámanninn og þeir sem það gera eru á altari heimskunnar.

Gangið hægt um gleðinnar dyr.

Þór Gunnlaugsson

____________________________________________________

GESTABÓK - Guestbook.