Þegar ég skoða innfærslur þá eru þar skrif frá mér en ekki lesendum, og ég hef hvatt lesendur að færa þar inn óskir um spurningar fyrir mig að bera fram til vina minna hinu megin við tjaldið, og reyna þar að fá svör fyrir ykkur, en engin fyrirspurn hefur komið frá ykkur.
Þessi síða mín er einstök fyrir þær sakir að nýjasti þýðandi google er festur við hana og veitir lesanda færi á að lesa allar greinar á einhverju þvi tungumáli sem hentar best, og var mikil áskorun fyrir þá hundruði starfsmanna i þýðingar deildinni að vinna úr, en aðrar síður af þessum toga verða ekki tengdar við þýðandann að þeirra sögn, það stefnir fljótlega i 64.500 heimsóknir á síðuna frá 32 löndum.
Bið lesendur um að senda til min óskir um svör frá hulduheimum svo að ég sé ekki að ræða við sjálfan mig.
Gangið hægt um gleðinnar dyr.
Þór Gunnlaugsson
____________________________________________________