Hvað er á bak við vegginn um samskipti álfa og huldufólks við mannabörn, það tók örskots stund að kalla fram stjórnanda hennar en hún lagði þunga áherslu á að rétt verði eftir þeim haft.
Það er kominn timi í breyttum heimi ykkar til að læra af okkur nægjusemi og virðingu fyrir náttúrunni sem ykkur skortir og við viljum gjarnan hjálpa ykkur. Við viljun kynna fyrir ykkur hvernig við lifum.
Það er kominn timi til að fáið að heyra hvað er hinum megin við hulduvegginn. Heimurinn okkar er öðrum hulin öðrum en þeim sem sjá og heyra úr öðrum víddum eins og þú sem ætlar að skrifa þessa bók.
Við viljum að þið vitið um virðingu okkar fyrir börnum, þau fá lengi að vera börn og ganga smám saman inn í heim fullorðinna læra að þekkja tilfinningar sinar og tjá þær, hemja þær og viðurkenna og nota þær á jákvæðan hátt, án þess að niðurlægja aðra eða svívirða það sem aðrir segja og gera.
Allt þetta miðast við að þau taki ábyrgð á eigin lífi og hegðun og geti flutt það yfir til afkomenda sinna, kunni að sýna mildi og umburðarlyndi fyrir því hvað við erum öll ólík.
Sumir geta lært þetta og hitt eins og smíði, eða hverrnig grasið vex og geitin nærist.
Allt þetta er fremur einfalt í okkar heimi miðað við ykkar, og öll störf eru jafn mikilvæg, við dæmum ykkur ekki og viljum ekki vera dæmt af ykkur, það verður þú sem skrifar bókina að passa svo ekkert af því sem ég segi verði misskilið og túlkað á annan hátt en við viljum.
Þór Gunnlaugsson
____________________________________________________
Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .