Núna dag eftir dag dynja yfir landsmenn fréttir á báðum rásum um ógæfu ungmenna sem taka líf sitt . Þetta er ekkert nýtt en opinber umræða á þessum nótum tel ég varhugaverða og mun útskýra það nánar.
Ég lenti sjálfur í andlegri krisu þegar sjálfsvig kollega dundu inn í hausnum á mér og síðan borgarastyrjöldin í Beirut 1976 þar sem ég lokaðist inni í bílalest og annar bílstjóri og öryggisvörður fékk sér bara vodka og hélt að það leysti vandann.
Strax og ég kom heim var ég svo heppinn að hitta læknir Ólaf sem var á Flókadeild Landsspitalans og fékk mér kaffisopa með honum en ég kom þarna inn með skjólstæðing úr fngageymslunni.
Svo vel vildi til að Ólafur var nýkominn af ráðstefnu um PTSD sem þeir fá sem ruglun á hernaðarsvæðum og hitti ég hann um tíma jafnt í vinnu sem frium og tóks að pakka þessum djöfli inn og setja í skúffu.
Þetta gaus siðan upp aftur úr þurru og ég var að keyra á Miklubrautinni og endaði af ókunnum orsökum á neyðarmóttöku Geðdeildar þar sem mér var vel tekið.Þau höfðu öll vinnugögn Ólafs handbær mér til undrunar og var geðlæknirinn viss um að losnað hefði um pakkann og við yrðum að byrja upp á nýtt. Bauð mér 6 tima viðtal hjá sér 4 hjá Félagsráðgjafa og þetta viðmót varð til þess að ég náði fullkomnum tökum á vandanum.
Í bíltúr frúarinnar og min höfðum við ákveðið í brakandi blíðu að fara á nesið og hitta nöfnu hennar sem er með mér á mynd sem fangaverja í Hverfissteini en ég var þar varðstjóri á minni vakt og varð ástandið gott þar sem við náðum að fá traust ákveðinna aðila sem voru alltaf með hávaða.
Eitt sinn kom leigubíll að geymslunni með rennblauta konu og 2 unglinga systkyni 12 og 13 ára en þau voru búinn ein að vakta mömmu sína í rúma tvo sólarhringa án svefns og úrvinda en það augnablik sem þau fengu sér blund skaust mamma út og fór beint niður í fjöruna við Ægissíðuna í einum til gangi en þau fóru á eftir henni og vinkuðu leigubíl sem vendi með þau til okkar.
Við ræddum málið við aðalvarðstjórann sem ákvað að konan skyldi hvílast í opnum klefa og börnin fengju þurr föt og dýnur að leggjast á niðri í móttöku og gerðum við þetta. Þarna skipti sköpum að Steinunn var með mér á vaktini og náði að róa börnin niður en við áttum von á næturlækni til að skoða fanga og kikti hann aðeins á konuna með þeim orðum að þessi kona hefði aldrei átt að fara í fangaklefa og gekk á braut.
Við höfðum samband við deild 33c á LSP og svaraði kona mér ljúfmannlega og sagði að konan mætti koma eftir hálftíma.
Síðan hringdi hún aftur 10 minutum seinna og sagði ekkert pláss laust.
Við sátum við skrifborðið mitt Steinunn og ég með hausana í bleiti hvað sé hægt að gera og allt í einu segi ég við hana ég hringi bara í Svavar Gestsson heilbrrigðisráðherra og fæ hann með í málið.
Hún fölnaði við þetta að ég færi að hringja heim í ráðherra á meðan hún leitaði að númerinu og viti menn hann tekur ljúfmannlega í þegar hann fékk alla söguna og sagði ekki missa kjarkinn við leysum málið. Og viti menn 15 min síðar var hringt frá LSP um að konan mætti koma strax og var ég fljótur að ná mér í bíl og bílstjóra og fór með hana upp á deildina þar sem hún var formlega tekin úr höndum mér í hendur sérfræðinga.
Þegar ég kom aftur hafði Steinun bakað vöfflur og hellt upp á rótsterkt kaffi og sagði mér ekki veita af þeegar topparnir færu að flá mig lifandi fyrir tiltækið.
Eina sem kom var voru þakkir frá minum yfirmanni og skilaboð frá húsbóndanum að leggja þetta ekki í vana minn að gera svona. Svar boð sem ég sendi til baka var þegar allt þrýtur þá getur verið nauðsynlegt að fara á efstu hæðir til að ná árangri
Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.
Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu
____________________________________________________
Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .