Góðir lesendur Getum við hjálpað eigin líkama til að lækna sig sjálfur með viljastyrknum einum? Já
Fáir gera sér grein fyrir hversu heilinn er margslungin vél í þess orðs merkingu, þar sem líkaminn bregst við ástandi hans viljandi eða óviljandi.
Við skulum aðeins skoða áruna okkar og hvaða þýðingu hún hefur í daglegu lífi okkar.
Það má segja að hún sé ”harði diskurinn” í tilveru okkar og þegar nándar( námunda )kemur í snertingu við aðra áru einstaklings verður smitun sem festist við eigin harðdisk.
Þetta er óumflúin veruleiki sem þið finnið í daglegu lífi ykkar daginn inn og út. Finnið muninn með því að koma að dýrum sem dæmi, og þá ró sem færist yfir ykkur en ára dýrsins smitast yfir á ykkar en vegna hreinleika veldur það ykkur vellíðan.
Það er því ekki fjarri lagi að sú tilfinning sem gamla fólkið á Öldrunarstofnunum fær yfir sig þegar komið var með litla hunda til þeirra í tilraunaskyni, að það kveikti á kulnuðum tilfinningaglæðum hjá mörgum.
Allt sem er lifandi gefur frá sér orku, og þetta skynja hestar mjög vel þegar mannverur koma að þeim og taka þeim því misvel.
Heilun fer sem dæmi mjög vel í hesta, og veitir þeim sömu einkenni og mannfólki og getur gjörbreytt skapferli þeirra til hins betra.
Það eru nefnilega mjög færir dýralæknar sem vinna með heilunarmiðlum sem gefa sig að dýralækningum. Sagt var á miðöldum að sumir væru haldnir illum anda, en ekki er um slíkt að ræða heldur það sem smitaðist inn í áruna.
Forleifafræðingar urðu fyrir óútskýrðum óhöppum við uppgröft á múmíum þeirra sem höfðu verið grimmir harðstjórar í lífi sínu hér á jörðinni .
Þrátt fyrir nútíma læknavísindi þá eru litlar líkur á lækningu þess einstaklings sem misst hefur lífsviljann vegna kvala í veikindum sínum.
Mjög mörg dæmi eru til sem staðfest eru af læknum að sjúklingar hafi af ókunnum orsökum snúist á grafarbakkanum aftur til lífs og komist til heilsu, en hvað er það sem í raun átti sér stað.
Jú skyndilegur lífskraftur og vilji þess sjúka til að kveða ófögnuðinn í kútinn gaf huga og heila fyrirskipun um að lækna sig sjálfur sem gekk eftir.
Ótti er hættulegast huganum sé hann látinn grassera án aðstoðar lækna bara fyrir karlmennsku og er því í raun erkióvinur heilans og líkamans.
Ég hef ekki fengið skýringu á hvers vegna saklaus börn sýkjast og eru burt kölluð úr faðmi fjölskyldunnar.
Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.
Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu
____________________________________________________
Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .