laugardagur, 22. október 2016

ÞAÐ GETUR EKKI ORÐIÐ A ANNAN VEG EN ÞENNAN

Að morgni þegar sólin hefur risið þá horfir þú upp á nýjan dag. Áhersla er lögð á "Nýjan".

Það er ekki meint þannig að þú sért tengd við gærdaginn ekki frekar en að vera borin á höndum meistaranna fram á enn nýjan dag.

Þetta er nýr dagur sem Guð hefur gefið ykkur, enn nýtt tækifæri til betrumbóta fyrir mistök gærdagsins hafi þau einhver verið.

Nýr dagur til að búa til fyrir ykkur sjálf meira af trúarlegum ástæðum sem eru einhvers virði fyrir ykkur sjálf og sálina,gefur ykkur hlýju birtu og yl í hjartarótina.

Jesus sagði:

Geymið fjársjóð ykkar þar sem hvorki mygla ryð eða þjófar geta stolið honum frá ykkur. Auðvitað er ég að tala um andlegan fjársjóð ekki veraldlegan í þessu tilliti.

Auðvitað hafið þið ykkar leiðir til að lifa sem hafa verið sköpuð af mannavöldum en við vitum að ykkur er nauðsynlegt að lifa samkvæmt lögmálum ykkar.Þið þurfið mynt kyrrðarinnar til að kaupa þarfir ykkar til daglegs lífs.

Það er til "Mynt" kærleika hér í landi okkar þaðan sem þið komuð í upphafi "lífs" ykkar í móðurkviði og himnaríki þangað sem þið öll tilheyrið, landi sem drottinn stýrir og þið ákallið á ögurstundu.

Þið öðlist rétt til að kaupa "mynt" kærleikans rétt eins og þeirrar sem þið kaupið til daglega þarfa ykkar. Þið öðlist hana með góðverkum ykkar.Þið öðlist hana með samtryggð og mannkærleika

Þið öðlist hana með einlægni,með fyrirgefningunni,og með því að hlúa að þeim sem minna mega sin landi ykkar fram fyrir ykkur sjálf.

Það er enginn gjaldkeri sem á ákveðnum degi kemur og segir "Hér eru vinnulaunin fyrir vikuna". Þessi heilaga "Mynt" virkar ekki á sama hátt og þið notið í ykkar daglega amstri á jörðinni. Heldur er það ást og umhyggja á hvort öðru sem er hin táknræna mynt.

Þess vegna þurfið þið svo mikið á að halda samtryggð, fyrirgefningunni, vináttunni, á milli ykkar sjálfra. Þú þarft ekki að bíða þess sem þið kallið "dauða" til þess að vinna ykkur inn "mynt" kærleikans heldur getið þið byrjað strax innlagningu með mannlegum samskiptum og kærleika.

Ég vil að þið sjáið ástúðina hún er jafnvel meira áríðandi heldur en móðurmjólkin sem er gefin ungbörnum, því eins og þið vitið án hennar getur líf barnsins ekki náð fram að ganga og myndi á endanum fjara út.

Ég vil að þið sjáið og finnið að ástúðin er jafn öflug til að viðhalda ykkar eigin lífi á jörðinni og skapa sömu skilyrði og eru fyrir hendi í ríki Guðs. Þetta eru sama kjarnauppspretta og þið þurfið til að skapa þessar kjöraðstæður þess himnaríkis.

Þetta er það andrúmsloft sem ríki Guðs er í og það er okkur jafn mikilvægt og loftið sem þið andið að ykkur til að fá súrefni til þess að viðhalda lífi í líkama ykkar.

Andrúmsloft sem hvert einasta ykkar mun koma inn í á einhverjum tímapunkti ævi ykkar fyrr eða seinna. Enginn getur umflúið þetta því allir sem lifa á jörðinni munu fara í gegn um svokallaðan "dauða" og upphefja líf á nýjum stað í nýjum tilgangi.

Fyrir marga sem koma í okkar ríki er þetta ekki auðveldur ferill því að þeirra veröld hefur verið snúið á haus.

Sérstaklega fyrir þá sem hafa verið valdamiklir í jarðlífi og haldið háum stöðum yfir öðrum jarðarbúum og nýtt sér það til þess að sækja hitt og þetta fyrir þá því að þeir uppgötva að nú þurfa þau sjálf að sjá um að sækja þetta og hitt og bera það sjálf.

"Geislabaugur sjálfsdýrkunnar og frægðar fylgir þeim ekki yfir til okkar. Sumir eiga afar erfitt með að sætta sig við þessi breyttu hlutskipti sin og munu því læra upp á nýtt með okkar kennurum. Stjórnsemi og þörf að ráða yfir öðrum á lægri stigum þjóðfélagsins fylgir þeim heldur ekki hingað til okkar.

Þar sem þeir gátu áður sett ótta í hjörtu fólks með lagabálkum og öðrum veraldlegum gæðum eins og að missa heimili sitt atvinnu sína gildir ekki hér.

Þeir munu upplifa gjaldþrot þar sem á lífsleiðinni hafi þeir aldrei lagt inn í banka Guðs góðverk sín, hann mun eiga fáa vini hér vegna þess að allir voru hræddir við hann í jarðvistinni.

Hann setti einnig í framkvæmd gjörðir með auði sínum í jarðvistinni en eins og kornabarnið sem ekki getur lifað án móðurmjólkurinnar þá getur hann ekki lifað í himnaríki án ástúðar þeirra sem þar eru fyrir.

Leiðin hans verður þyrnum stráð og erfið og hans helsti þröskuldur á nýrri þróunarbraut verður vöntun á þeim eiginleika að geta fyrirgefið sjálfum sér gjörðir sínar í lifenda lífi.

Þegar hann fer í hreinsunareldinn sem Jesús mælti um mun hann gera sér ljósar þær gjörðir sínar í lifenda lífi munu færa honum einmannaleika og vansæld.

Hann mun verða sjónarvottur allra gjörða sinna verjandi og dómari þeirra.

Svo að þið sjáið erfileikana sem hann mun standa frammi fyrir í ríki Guðs því að hann mun einnig finna sjálfan sig á eyðimörk lífsins,algjörlega án fyrri valda því að þetta verður eins og hann skapaði sér sjálfur í jarðvistinni.


Ég gef ykkur dæmi:

Ég vil sýna ykkur hversu nauðsynlegt það er fyrir ykkur að kaupa "mynt" kyrrðar og umhyggju í jarðvistinni því að þið getið ekki ætlast til að þiggja ef þið gefið ekki neitt af ykkur í staðinn. Já eins og þið þiggið munu þið og fá í staðinn margfalt.

Ég er viss um að þið hafið heyrt þetta þúsund sinnum "EINS OG ÞIÐ GEFIÐ MUNU ÞIÐ OG ÞIGGJA" Fyrir þann sem hefur gefið ást og umhyggju sína til annars mun hann og þiggja margfalt til baka á þróunarbrautinni.

Það verður verðgildi "Myntarinnar" sem sent verður áfram inn á þróunarbraut framhaldslífsins sem hjálpar framþróun einstaklingsins í nýju hlutverki. Svo börnin góð ég vil að þið hugsið um ÁSTINA því að í allri ykkar lífsreynslu í jarðríki ber hana á góma. Þið munuð upplifa að án hennar verður lífið mjög kalt, tómlegt, og tilgangslaust nema að þið hafið þessa ÁST og Umhyggju. Það var ekki auður mannsins, verðugleiki hans eða staða sem kom honum í stöðu fátæka mannsins í okkar heimi.

Það var algjör vöntun á ÁST sem olli því ásamt græðgi. Það skiptir ekki máli hvaða stöðu þið hafið gegnt í lifenda lífi eða auði svo lengi sem þið munið að ÁST OG UMHYGGJA FYRIR ÖÐRUM hafi verið uppfyllt til opnunnar á dyrum HIMNARÍKIS. Ástúð Guðs á manninum og uppfylling skilmála Guðsríkis en því miður eru blikur á lofti vegna spillingar sem eyðileggja möguleika ykkar á frjálsum vilja mannsins og þróun hans fyrir það sem koma skal í ríki Guðs á síðari stigum.

Þess vegna þarf Guð að grípa í taumana og stöðva frekari öfugþróun mannkyns sem hefur kostað mannfórnir og miklar hörmungar. Hans gjöf í upphafi til ykkar til að nota í friðsömum tilgangi milli ykkar sjálfra er orðin að engu og hefur í staðinn kostað ykkur vansæld.

Hann mun ekki líða gráðugum mönnum að eyðileggja verk hans til manna og hefur hann þegar gert ráðstafanir til þess því án hans vilja mun líf ekki þrífast á jörðu. GUÐ HEFUR ENGAN VILJA TIL ÞESS AÐ LÁTA ÞETTA HALDA ÁFRAM.

Hlutir sem hafa verið settir fyrir ykkur á vegi lífsins eru álíka miklir og hræðsla við það óvænta sem muni ske en það er líka ákveðin lífsfylling að allt sé í lagi. Jafnvel þótt þið þyrftuð að bíða og sjá það ske en það mun ske.

LÖGMÁL GUÐS STENDUR.VILJI GUÐS MUN VERÐA.FAÐIR VOR ÞÚ SEM ERT A HIMNUM HELGIST ÞITT NAFN VERÐI ÞINN VILJI.

ÞAÐ GETUR EKKI ORÐIÐ A ANNAN VEG EN ÞENNAN

Íhugið þennan boðskap vandlega

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.