miðvikudagur, 17. ágúst 2016

Þar var mjög veikt fólk með gulu og sumir blóðkreppusótt.

Að fara úr ytra hylkinu, er svipað og að fara úr frakkanum sínum og hengja hann upp, nema að gert er við hylkið sé þörf á því meðan maður skreppur frá með þeim.

Nú er ferðinni heitið til Suður Ameriku, til að hlúa þar að börnum sem fædd eru með of litið höfuð, og eða vansköpuð í móður kviði vegna bits moskiitó flugna.

Það er meira sem skeður við þessa veiru hjá þeim sem verða fyrir barðinu á henni, svo sem siþreyta og andlegir kvillar og kvíði.

Farið var til Yogotan borgar og litilla þorpa þar í grennd.

Þar var mjög veikt fólk með gulu og sumir blóðkreppusótt, en við erum varðir fyrir öllum sýkingum á þessum ferðalögum.

Ég týndi alveg tölunni á fjölda þeirra sem þeir snertu, en síðan var farið upp í fjallshlíð en þar var seiðmaður við störf, og sögðu þeir mér að hann væri ómissandi á svæðinu og hjálpaði svo mörgum, en eitthvað settu þeir af dufti í leirkrukku sem þar var en ég veit ekki hvað það var og spurði einskis.

Ferðin til baka var ljúf, og það sama var með hylkið mitt sem opnaðist þegar ég kom að því og lagðist til hvilu og steinsofnaði.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.