föstudagur, 22. júlí 2016

Þarna voru verndarenglar minir að verki.

Þegar fyrstu framkvæmdir hófust við byggingu Bændahallarinnar við Hagatorg, gekk mikið á og spennandi fyrir 7 ára gutta að fylgjast með mönnum á trégrindum eftir uppsteypingu og svo var grunnurinn breikkaður.

Sára saklaus stóð ég á bakkanum, og fylgdist með þessu apparati Caterrpillar Jarðýtu ýta á undan sér jörðinni og stækka holuna, en sennilega hef ég staðið full nærri bakkanum þegar hann setti tönnina undir bakkan sem ég stóð á og húrraði ég niður umvafinn mold, og fór svo að þrýsta að mér þegar tönnin ruddi þessu lausadóti moldinni á undan sér, og svo stoppaði hún allt í einu, og maður fer að grafa með höndunum í bingnum og rifur guttann upp sem feginn var að losna úr prísundinni alveg grunlaus um þá hættu sem ég raunverrulega var í.

Heilmikið húllum hæ varð út af þessu, og ýtustjórinn var gráfölur á litinn, og messaði aðeins yfir mér og sá að hann fór að skoða dældina á húddi vélarinnar, en smiður sem var uppi á byggingarpöllum sá hvað var að fara að ske, nú og ekki þýddi að kalla vegna hávaðans frá vél ýtunnar, en góð skytta með Stanley hamarinn sinn lét hann vaða af stað og hitti á hárréttan stað þannig að ýtu stjórinn kom út og hélt að einhverjir strákapúkar væru að kasta í vélina, en eftir að hann drap á vélinni þá heyrði hann hrópin ofan af pöllum og benddingar og fór fram fyrir tönnina og fann glókoll þar skíthræddan og drullugan, en alveg heilan og stutt að hlaupa heim á litlu melspírunum minum.

Pabbi kom stuttu síðar úr vinnunni og ræddi við ýtu stjórann sem var í algjöru sjokki, og í mörg ár eftir þetta heilsuðumst við alltaf hvar sem ég sá hann og kallaði ég hann bara afa sem gladdi hann mikið, því að hann átti ekki afastrák.

Þarna voru verndarenglar minir að verki og sá sem átti hamarinn fékk mörg þakklætis handtök.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.