föstudagur, 24. júní 2016

Eru aldraðir eins og skemd epli sem á að henda ?

Dottaði í hádeginu í stólnum minum og hlustaði á mávana rifast um æti, en var þá skyndilega kominn á fund í æðsta helgidómnum þar sem æðstastjórnin var með fund og var mér boðið að setjast við enda borðsins og hlusta á það sem verið var að ræða um.

Einhver sagði, Guð skapar og hann tekur aftur á móti þegar þið komið yfir en nú heftur Canada samþykkt á sínu þingi lög um liknardráp og tekið það úrskurðarvald úr hendi Guðs.

Við skiljum vel að þeir sem líða miklar þrautir um lengri tima vilji koma yfir, og getur viðkomandi beðið almættið um aðstoð til þess en ekki lækna á ykkar vegum.

Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, því að þið gerið upp á milli þeirra sem þjást og skiljið eftir stóran hóp fólks sem kvelst úr hrörnunarsjúkdómum, en öll þessi reynsla viðkomandi skráist í sálina og kemur yfir með henni.

Það er okkar einlæga von að engin þjóð setji lagaheimild til þess að taka lif annara og ættu þau sem hafa gert þetta að afnema það aftur með nýjum lögum.

Það sem er að hjá læknum og vekur upp ugg og þjáningar sjúklinga, er sú staðreynd að læknar þora ekki að gefa þá skammta sem viðkomandi þarfnast til verkjastillingar vegna ótta við að skammturinn gæti verið of stór og sjúklingurinn lifði ekki dæi, og er þessi afstaða lækna vel skilin hérna hjá okkur og þessi þunna lina milli lifs og dauða og hugsanleg saksókn væri farið yfir linuna.

Lyfjaþol er vel þekkt, og við því er ekkert annað ráð en að blanda sama ólíkum tegundum ópium, en við getum ekki gefið ykkur neina sérstaka töfraformúlu en þetta er hlutverk lækna ykkar að vega og meta í hverju tilviki.

Við munum eftir bestu getu styrkja þá í störfum sínum þótt okkur þyki margir sýna af sér kæruleysi í greiningum og beita síður tækninni ef sjúklingur er orðinn aldraður rétt eins og hann sé skemmt epli sem eigi bara að fleygja.

Við viljum koma skilaboðum til ykkar mannfólksins að láta af þessum drápum, ýmist með hernaði eða málleysingja eins og gert er núna í Rússlandi og Rúmeniu, Það rikir mikil sorg hérna hjá okkur hvernig mannkynið hefur þróast í áttina að frummanninum sem þið kallið hellisbúa, en hver veit áður en yfir líkur þá verði það íverustaðir ykkar í framtíðinni þegar náttúruöflin hafa sýnt sinn ægihjálm og eytt öllu sem verður á vegi hans.

Þið hafið ekki langan tima til að hugsa ykkur um því nú þegar hafa dunið yfir ægiöfl veðurs og sjávar, og þá eru sandstormar í námd sem munu grafa sumar borgir á kaf en mæðrum og börnum verður bjargað áður en það skellur á en illvirkjar verða festir inni í borgunum í geislum ljóssins sem við sendum og virkar eins og veggir óyfirstiganlegir.

Þið hafið gleymt boðorðinu þú skalt ekki mann deyða.




King James Bible Online King James Bible Online



For those who will read the articles on this home page, can turn them into many languages by clicking on Välj språk (Trans Lait)

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.