Við skrifuðum til ykkar á sínum tíma, að trúarbragðastríð verða ekki unnin með venjulegum vopnum heldur að finna rót vandans og uppræta hana.
Hver bað Bandaríkjaforseta að senda fjölmennt herlið til Írak og leggja borgina í rúst?
Ekkert Arababandalag ekki einu sinni Sádarnir en einræðisherrann Hussein fór í taugarnar á forsetanum fyrir ögranir hans og ummæli um vestræn ríki.
Hann komst fljótt að því að herráð hans hafði misreiknað sig herfilega, því að stríðsmenn trúarinnar eru mun öflugri en venjulegir hermenn og þetta kostaði þá þúsundir mannslífa Bandarískra hermanna og annan eins fjölda með örkuml.
Þá má heldur ekki gleyma týnda hópnum, hermenn sem komu til baka óskaddaðir á líkama en stórskaddaðir andlega, og margir enduðu í göturææsinu sem enginn hirti um þótt metalium hafi verið hlaðið á þá fyrir vel unnin störf á vigstöðvum.
Þeir gátu ekki aðlagast venjulegu fjölskyldulífi með konum sínum og börnum, voru ofbeldisfullir og í raun sumir hverjir hættulegir umhverfi sínu, en litla aðstoð var að fá vegna heimsku forsetans um að ekkert væri að og þetta væru bábiljur einar saman.
Áfram var haldið af næsta forseta og fleiri ríki lögð undir, og menn höfðu ekkert lært af reynslunni og þótt svo kallaður friður eigi að vera komin á eru Rússar en að skjóta eldflaugum að uppistandandi sjúkrahúsum í Aleppo þessa stundina, en margir læknar sem starfa undir merkjum Læknar án landamæra og hafa í gegn um tíðina mætt launalausir á átakasvæði til að hjálpa særðum, og stríðandi fylkingar virt aðkomu þeirra en nú hefur þetta snúist við.
Við létum ykkur líka vita af því að vonlaust væri að snúa þessum Múslima þjóðum til vestrænna siða, og menningar og þeir að reyna það sama við okkur.
Herkostnað ISIS hafa Bandaríkjamenn óvart greitt fyrir þar sem þeim virtist ekki kunnugt um að þeir unnu með stjórnarher Assads vegna þess að þar sló trúarklukkan sem vestræn riki skilja ekki, og eina ráðið til að stöðva þessi blóðböð að draga til baka öll herlið og mannskap frá Vestrænum rikjum svo og leyniþjónustum heim aftur og leyfa múslimum að ráða sínum ráðum sjálfir og byggja upp borgirnar sem lagðar hafa verið í rúst og þar komi Vestræn riki hvergi nærri.
Sá sem stigur á mauraþúfu kemst fljótt að því hvað það kostar, og hve fljótt lið þeirra verður sem ein heild á ný.
For those who will read the articles on this home page, can turn them into many languages by clicking on Välj språk (Trans Lait)
Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.
Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu
____________________________________________________
Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .