föstudagur, 5. febrúar 2016

Hinn dimmi dalur þunglyndis ?

Góðir lesendur þessi árstími fer afskaplega illa í suma einstaklinga andlega og verða sumir alvarlega veikir í þeim dimma dal sem þunglyndi þrífst. Hvað gæti hugsanlega létt þeim lífið eða að minnsta kosti hleypt birtu inn í hjartastöð þeirra?

Æfing komið ykkur vel fyrir í þægilegum stól og hafið kveikt á kerti en ekki annað ljós.

Best er að þið hefðuð algjört næði án GSM síma í sama herbergi en ef þið eigið hugleiðslutónlist eða mjúka tónlist þá notið hana.

Leggið aftur augu ykkar og sjáið fyrir ykkur hvítt skært ljós í huganum sem nálgast ykkur og að lokum hylur ykkur alveg. Sjáið fyrir ykkur líkama ykkar fyrst að framan og segið ég ætla að slaka á báðum fótum og síðan upp eftir líkamanum að framanverðu og síðan það sama að aftanverðu. Andið djúpt að ykkur þessu ljósi um nef og blásið frá um munn og segið við ykkur sjálf um leið ég er ljós ég er heilbrigð / ur.

Endurtakið þetta nokkrum sinnum hægt og rólega og sitjið á eftir í kyrrðinni, sjáið fyrir ykkur gulan bláan og rauðan lit og vefjið þeim saman huglægt en síðan skuluð þið beina litunum fyrst að rótarstöðinni sem er við rófubeinið og síðan áfram upp eftir líkamanum í allar 6 stöðvarnar sem eftir eru og að endingu vefjið þessum litum utan um ykkurr sjálf.

Biðjið sjálf um hjálp frá þeim æðsta um að gefa ykkur heilun og blessun sína og hleypa birtu og yl í hjarta ykkar

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.