miðvikudagur, 4. nóvember 2015

Nýliðaferð á Jökla Landsins. 2.

Guðni Sveinsson
Drangajökull - Hveravellir

Kokkurinn ákvað að nú skyldi farið á Vestfjarðasvæðið og kikja á nokkrar brekkur þar og ein þeirra var beint fyrir ofan Hótel Djúpuvík á ströndum, og hugsunin að láta gossa niður snarbratta hlíðina og fá nýbakaðar pönsur að launum.

Ekið var sumstaðar á toppunum svo mjóum að spurning að færi ég út kæmi ég í þennan fjörð en farþeginn annann en allt var þetta í stakasta lagi eftir að ég setti svera gúmmíteygju yfir hjartastöðina að halda hjartanu á sínum stað en all oft ætlaði það að skoða veðrið.

Þá verður mér að orði þetta er ansi bratt að fara til baka og þarf meira afl heldur en allur vélaflotinn til samans ræður við nánast púllur á dekki flugmóðurskips ef þetta ætti að heppnast að koma okkur á flug.

Það var því slegið af og ákveðið að gera eitthvað annað skemmtilegt en hvert annað en þvert yfir hinu megin til Hveravalla alger geggjun en þá kallaði kokkurinn að tjékka matarbirgðir sem voru heldur rýrar.

Beint í símann að hringja í félagana sem áttu neyðarbirgðir allt frá olíu og bensíntunnur faldar vel og vandlega til matvæla enn betur varin fyrir rebba. Jú stærðar lambalæri biði eftir okkur undir kerru við gamla skálann í Brú og stoppaði ég þar sá glitta í plastpoka hann rifinn undan og hennt inn á pallinn á mínum bíl.

Kokkurinn lagðist strax fyrir í koju að hvíla lúin bein og bað um vakningu þegar maturinn væri tilbúinn?? Þá hringir síminn og sjálfur sólguðinn hann Fjalli er á leiðinni til okkar banhungraður og það hreyfði við kokknum að taka til gasgrillið sem var aftur í hjá mér en leiðindar skafrenningur var og ekki auðhlaupið að fá eld í græjurnar

Aðstoðarkokkurinn(ég)fór að taka til lærið og krydda betur og svarti pokinn opnaður en þar var þá ekkert læri heldur nælontóg til dráttar en enginn matur. Jæja hugsaði ég best að sýna kokkinum geldinginn og hvaða steikingar aðferð hentaði best á nælon og þegar honum varð þetta ljóst komu einhver annkannarleg hljóð úr vömbinni á kokknum að guðinn væri á leiðinni og ekkert að éta.

Ráðist í allar matartöskur og áður en maður vissi af var búið að laga naglasúpu með lögg af mobil 1 til bragðbætingar og tókst vorum framar. Guðinn mætti kátur að vanda og át allt sem kom á diskinn afgangar gúmmíbætur og kexbitar úr sætum bíls kokksins og smá rusl á gólfum fyrri ferða.

Teknar voru náðir á mannskapinn eftir að nokkur lög á gítarinn góða og sofið vært þótt úti blési vindurinn eins og enginn væri morgundagurinn.

Guðni Sveinsson

Fleyri greinar á morgun, svo fylgist með.

Egið góðan dag.
Skrifað af: Þór Gunnlaugssyni Heilunarmiðli.
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.