sunnudagur, 22. nóvember 2015

Hvað er Stöðuorka ? Hvað er Hreyfiorka ?

Það eru nokkrar tegundir stöðuorku.

Efnaorka er geymd í tengingum atóma og sameinda. Mannverur eru lífmassi og líkaminn er dæmi um geymda efnaorku. Efnaorku er breytt í varmaorku þegar við borðum og við nýtum hana til að viðhalda líkama okkar. Heilarar og sjúklingar þeirra tala oft um að finna fyrir hita þegar heilun er framkvæmd þar sem losun orku á sér stað og hún aukin í heilunarferlinu.

Vélræn orka er orka sem geymd er í hlutum með spennu. Lyftingarmaður er gott dæmi um þetta, þar sem hann getur búið til í líkama sínum og vöðvum þá spennu sem þarf til að lyfta þungum lóðum. Samþjappaðir gormar og strekktar gúmmíteygjur eru dæmi um geymda vélræna orku. Í mannslíkamanum teygjum við og kreppum saman vöðva okkar til að hreyfa okkur. Sjúklingar tala um að þeir finni fyrir vöðvaslökun og minnkun spennu í heilunarferlinu sem vinnur á vélrænu orku líkamans.

Kjarnorka er orka sem geymd er í kjarna atóms og það er orkan sem heldur kjarnanum saman. Við erum búin til úr milljónum atóma og þar af leiðandi eru milljónir notkunarmöguleika þessarar orku innan okkar. Besta dæmið um þetta er þegar heilarinn og sjúklingurinn vinna saman má finna fyrir ótrúlegum krafti umlykja þá í andrúmsloftinu.

Sólin sameinar kjarna vetnisatóma í ferli sem kallað er sameining. Heilarinn getur blandað orku sinni og orku andans saman og um leið búið til sameinaða orku.

Þyngdaraflsorka er orka geymd í hæð hluta. Þeim mun hærri og þyngri sem hluturinn er, þeim mun meiri er geymda þyngdaraflsorkan. Þegar þú hjólar niður bratta brekku og hraðinn eykst breytist þyngdaraflsorkan í hreyfiorku. Í heilunarferlinu kallar heilarinn á þá auknu orku og getur blandað henni saman við orku sína og þar með getur orkuflæðið til sjúklingsins orðið mun meira en ef hann notaði einungis sína eigin orku.

Raforka er send með örsmáum, hlöðnum ögnum sem kallast rafeindir, sem almennt ferðast um víra. Elding er dæmi um raforku í náttúrunni sem er svo orkumikil að hún er ekki bundin við flutning með vírum. Sem mannverur erum við fullkomið dæmi um sjálfstæða, segulmagnaða raforku og þegar heilarinn, hlaðinn orku frá kröftum andans, sendir sjúklingnum orku sína finnur sjúklingurinn fyrir aukinni tíðni orkunnar í umhverfinu.

Hvað er Hreyfiorka ?

Hreyfiorka er hreyfing bylgja, sameinda, efna og hluta. Það eru nokkrar tegundir hreyfiorku.

Geislaorka er rafsegulmögnuð orka sem ferðast þversum í bylgjum yfir svæði. Með geislaorku er átt við sjáanlegt ljós, röntgengeisla, gammageisla og útvarpsbylgjur. Ljós er ein tegund geislaorku. Sólskin er geislaorka sem gefur af sér þá orku og hlýju sem þarf til að líf á Jörðu sé mögulegt. Jafnvel þótt heilarinn sé ekki í beinu sambandi við sjúklinginn getur hann samt fundið fyrir orkunni sem send er til hans.

Varmaorka eða hiti er titringur og hreyfing atóma og sameinda innan efnis. Þegar hlutur er hitaður upp hreyfast atóm hans og sameindir hraðar og rekast hraðar á. Í mörgum tegundum heilunar nota heilarar og sjúklingar orðin "hita" og "kulda" til að tjá tilfinningu sína á því hvernig þeir upplifa orkuna. Við notum einmitt hita og kulda til að auka hæfileika líkamans til að græða sig; kaldan bakstur á tognanir, hita á vöðva o.s.frv.

Hreyfiorka er orka sem geymd er í hreyfingu hluta. Þeim mun hraðar sem þeir hreyfast, þeim mun meiri orka myndast. Það þarf orku til að koma hlut á hreyfingu og orkan losnar þegar hægist á hluti. Vindur er dæmi um hreyfiorku. En hugsaðu um stund um mannslíkamann þegar nuddari er að vinna í honum, jafnvel þótt um sé að ræða mun minni orku; hreyfing húðarinnar, vöðvanna og útlima býr til hreyfingu sem hjálpar líkamanum að starfa. Ef heilarinn notar hreyfiorku hefur hann kraft til að auka hreyfigetu, liðleika og orku sem sjúklingurinn hefur.

Hljóðorka er hreyfing orku í gegnum efni í langbylgjum (háum og lágum). Hljóð er framkallað þegar kraftur framkallar titring hlutar eða efnis og orkan er flutt í gegnum efnið í bylgju.

Þegar heilari talar við sjúkling er orkan hljóð sem hefur þann eiginleika að stuðla að bata. Við notum oft tónlist samhliða heilunarferlinu sem framkallar réttan titring/tíðni svo heilunin geti átt sér stað. Það eru margar tegundir hljóðheilunar. Almennt er orkan í hljóði mun minni en í öðrum tegundum orku en hún getur þó skilað mun meiri árangri til þeirra sem eru stressaðir eða eiga erfitt með slökun.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.