föstudagur, 16. október 2015

Endurkoma spádóms.

8.11 2011

Fór yfir fundargerðir sem því miður fáir lesa eða hafa áhuga á allavega commterar enginn á þá en núna 4 árum seinna erum við að upplifa það sem sagt var á þessum fundi


Að miðla fróðleik er mikilvægt fyrir okkur sem erum í mínum heimi. Þið á jörðu skiljið ekki alltaf hvað þið eruð að gera eða hvað þið ættuð að vera að gera. Þið gleymið tilganginum ykkar og þó ykkur sé sagt og ykkur leiðbeint þá farið þið svo auðveldlega í sama farið aftur. Þið hafið hannað og búið ykkur til svo mikið af hlutum og efni til að halda huganum að þið notið hugann ykkar ekki á þann hátt sem ykkur er og hefur alltaf verið ætlað.

Lifið í tilbúningi og gerviheimi, þar sem þið látið mata ykkur af upplýsingum og myndum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, hvorki í ykkar eigin heimi né öðrum. Þið vaknið á morgnanna og eruð ekki tengd við ykkur sjálf allan daginn, alveg þangað til þið lognist út af á kvöldin án þess að hafa leitt hugann eitt einasta skipti að því hvers vegna þið eruð hér, hvers er ætlast til af ykkur og hvers þið væntið að fá út úr tímanum ykkar, hvers þið væntið að fá frá öðru samfylgdarfólki.

Þið talið um tilviljanir, finnst þær bráðskemmtilegar og brosið. Þið áttið ykkur ekki á að ekki eru alltaf um tilviljanir að ræða þegar það er verið að reyna að sýna ykkur, reyna að vekja ykkur til umhugsunar með því að hjálpa ykkur örlítið. Það eru engar tilviljanir.

Þið sem eruð lengra komin, þið sem hafið fundið ykkar tilgang eða svona hér um bil. Þið verðið að halda áfram og þið finnið það innra með ykkur. Þegar þetta vaknar hjá ykkur þá er það alltaf til staðar, lætur ykkur ekki vera innst inni því þið hafið þörfina á að læra meira, komast lengra, hjálpa meira. Það er hinn sanni tilgangur.

Þið eigið eftir að upplifa tíma sem þið getið ekki ímyndað ykkur. Þið þurfið að vera undirbúin. Þið undirbúið ykkur með því að opna, með því að biðja, með því að tengjast hvort öðru og með því að tengjast þeim í okkar heimi sem eru hér til að hjálpa ykkur. Notið það sem ykkur hefur verið gefið og látið ekkert stoppa ykkur. Egóin ykkar munu reyna, þið munuð efast, þið munuð upplifa eins og þið séuð á rangri braut, þið munuð óttast um álit annarra, þið munuð halda að þetta sé tilgangslaust. Þið munuð upplifa blendnar tilfinningar.

En þið munuð líka upplifa gleði, kærleika, sannar tilfinningar, þið munuð upplifa þroska og þið munuð upplifa að verða ríkulega launað. Smátt og smátt og sífellt. Þið fáið umbun fyrir og hún felst í ykkur sjálfum og er tengd því sem þið gerið og starfi ykkar á andlegu sviði. Takið því fagnandi að fá að taka þátt, gleðjist yfir því að geta hjálpað öðrum og nýtið ykkur tækifærið til að vaxa og þroskast.

Eftirsjá mun ekki koma til ykkar, nema þið leyfið henni það frá neikvæðum tilfinningum ykkar sjálfra. Losið ykkur úr viðjum vanans og haldið áfram. Farið á ókunnar slóðir, þenjið ykkur, prófið að gera hluti sem þið hélduð að þið gætuð ekki. Fáið leiðbeiningu og notið þau tengsl sem þið hafið.

Fyrr en varir flæðir að. Jörðin mun skola sig, hreinsa sig. Hún mun hristast og sjálfa, hún mun klofna á stöðum sem hún er heil í dag, hún mun opnast og hún mun rísa. Gjósa og brotna, falla. Svo flæðir. Haldið ykkur í norðri. Ég gef ekki upp staðsetningar. Þið sem eigið að vera á réttum stöðum verðið á þeim. Þið hafið raðast ansi mörg saman á þetta land ykkar sem telst lítið á heimsmælikvarða. Krafturinn og orkan yfir landinu er gífurlegt, krafturinn og orkan í landinu sjálfu, jörðinni er ótrúlegur. Þið hafið tækifæri hér á að magna upp samband og tengingar, nýtið ykkur umhverfi ykkar og hjálpið hvort öðru, magnið upp orkuna með fjöldanum. Finnið hvort annað.

Það þarf að leiða hópinn, það þarf að stýra honum inn á rétta braut og þið þurfið að finna og sameinast um hverjum þið treystið til þess. Það er betra að þið ákveðið það sjálf heldur en að við bendum á einhvern þar sem manneskjur hafa alltaf átt erfitt með að treysta og þá sér í lagi þeim sem líta út fyrir að hafa völd sem þeir hafa skipað sér sjálfir, þó svo að það yrði ekki raunin. Við vitum að þið vandið valið.

Nýtið það að geta beðið í fjöldanum, nýtið að geta hugleitt í fjöldanum. Tengið ykkur saman, þið þurfið ekki að vera stödd á sama stað en gæti hjálpað ykkur að hafa samskipti áður. Tengið ykkur og biðjið. Biðjið fyrir þeim sem þurfa hjálp, biðjið fyrir ykkur sjálfum og hvort öðru og biðjið fyrir Móður Jörð, hjálpið henni að ganga í gegnum þær breytingar sem hún mun ganga í gegnum og þið hafið ákveðið að hjálpa henni, það mun einnig hjálpa fólkinu.

Lifið í ljósinu,

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.